Prófsteinninn Makríll

Makrillinn

Nú drögum við skýra línu gagnvart ESB. Makríllinn verður prófsteinn á þetta aðildarþref. Tómas Heiðar, samningamaður Íslands stóð á rétti okkar og var færður úr starfinu fyrir vikið. Össuri og Jóhönnu finnst þetta eflaust vera bara einhverjar tölur á skjá sem megi lækka hjá okkur, en þetta er auðlindin, störfin, rétturinn, lifibrauðið, sanngirnin og allt það sem felst í því að stjórna eigin landi og miðum til farsældar.

Stjórnin hefur ekki umboð þjóðarinnar til þess að semja af sér í þessu grundvallarmáli. Makrílstofninn er að koma sér fyrir hér og við verðum að nýta þann rétt sem því fylgir, ekki að hræðast hafnbannshótanir ESB, sem kann ekkert með auðlindir að fara, eins og þau hafa viðurkennt sjálf. 


mbl.is Strandar á makríldeilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júlí 2012

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband