Pakkinn er tómur

Draghi ECB Evra

Seðlabankastjóri Evrópu, Mario Draghi, fékk það erfiða hlutverk að tilkynna ekkert á blaðamannafundi ECB, Evrópska Seðlabankans í dag. Fyrst risu línuritin en féllu strax eftir að ljóst var að innihaldið var ekkert í ræðunni, enda má ECB ekki gera mikið frekar án þess a brjóta stofnsáttmála sinn. Evrukrísan heldur því áfram óáreitt.

Línur skýrast hratt þessa dagana með Suður- og Norður- Evrópu: Draghi segir að Spánn þurfi sama sparnaðarferlið og Grikkland, Portúgal og Írland til þess að verða bjargað, sem þýðir hrein vandræði. Skoðanakönnun í Þýskalandi sýnir að 65% Þjóðverja vilja Grikki út úr Evrunni og 84% Þjóðverja telja að versti hluti krísunnar sé framundan.

Ofangreint eru kjöraðstæður fyrir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í Undralandi Samfylkingar til þess að láta Ísland aðlagast ESB. Hann og forsætisráðherra (já, Jóhanna er það enn) fylgjast hvort eð er ekki með fréttum að því er virðist, heldur husta á ræður hrunprófessora um það hve frábær Evran verði síðar, þegar þessi krísa er liðin hjá.

Það bara gleymist að þessi krísa er ekkert á leiðinni burt.


mbl.is Hlutabréf falla í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. ágúst 2012

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband