Leyfið vetrardekkin (sem eru negld)

Reidhjol UrbanCountry

Fjöldi fólks vill láta setja vetrardekkin undir á þessum tíma, en reglurnar gegn nagladekkjum hamla því, þannig að október er skyldu- slysamánuður. Nú bíða því nýleg nagladekkin í bílskúrnum á meðan slétt sumardekkin valda hættu fyrir borgarana, með valdboði að ofan til 31. október. Við sem ökum líka norður og vestur af og til vegna vinnunnar megum búast við því að fá 20.000 króna sekt fyrir að vera með rétt búin ökutæki nálægt heimskautsbaug að hausti.

Hvaða líkur skyldu vera á því að Borgartrúðurinn veiti undanþágu frá dagsetningunni ef færðin reynist slæm í október? Hverfandi, tel ég. Okkur er ætlað að ferðast um á reiðhjólum, stunda hrísgrjóna- og bananarækt og berjast gegn hlýnun jarðar. Semsagt hvað það sem fólk um miðbaug hnattarins tekur sér fyrir hendur.


mbl.is Alhvít jörð og ófærð í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. október 2013

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband