Valhöll í kvöld

XD

Fyrir liggur að langflest Sjálfstæðisfólk vill flugvöllinn í friði og að öll umferð í Reykjavík flæði sem best. Því skiptir máli að það sama fólk (og nýtt!) mæti í Valhöll í kvöld kl. 20:00 og heyri í frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar. Þau sem verða fyrir valinu ættu að endurspegla vilja fjöldans. Skýr svör þurfa að berast frá frambjóðendum um þessi mál og önnur, sem geta skipt sköpum fyrir hvern borgarbúa.

1. sætið sl. mánudag 

Þau fjögur sem bjóða sig fram til 1. sætis hafa svarað. Þorbjörg Helga Vigfússdóttir og Hildur Sverrisdóttir vilja Reykjavíkurflugvöll burt og taka undir skipulagstillögur ríkjandi meirihluta. Júlíus  Vífill Ingvarsson og Halldór Halldórsson vilja völlinn í friði og að skipulagstillögurnar verði ekki staðfestar, enda meingallaðar á fleiri svæðum borgarinnar.

 2.- 6. sæti miðvikudag 

Nú í kvöld kl. 20:00 er röðin komin í Valhöll að öðrum frambjóðendum, í  2.-6. sæti. Þar er þörf á því að fá staðfestan vilja þeirra, þannig að unnið sé af samheldni í þessum málum gegn ríkjandi skipulagi Besta flokksins og Samfylkingar. Þar hafa Marta Guðjónsdóttir (www.marta.is) og Kjartan Magnússon (www.kjartan.is) staðið vel vaktina og þekkja þessi mál náið, auk annarra mála borgarinnar, enda þrautreynd. Af nýliðum vekja athygli Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Örn Þórðarson og Viðar Guðjohnsen. Þetta verður spennandi.

Sýnið nú lit, ekki liggja bara á Facebook alla daga!


Bloggfærslur 13. nóvember 2013

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband