Stöðugur Sjálfstæðisflokkur

Ný könnun sýnir Sjálfstæðisflokkinn með sama fylgi og í Alþingiskosningum, langstærstan flokka. Langflest  Sjálfstæðisfólk (92%) vill Reykjavíkurflugvöll í friði sbr. óháðar kannanir og Landsfund flokksins. Stöðugleiki er nauðsynlegur, sérstaklega þegar um er að ræða skipulag höfuðborgar. Nú velst fólk til forystu í prófkjöri í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Tvær konur og tveir karlar sækjast eftir fyrsta sæti. Konurnar, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hildur Sverrisdóttir, segja í ræðu og riti að þær vilji flugvöllinn burt, þvert á vilja flokksmanna, á meðan karlarnir tveir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Halldór Halldórsson fylgja traustri stefnu flokksins.  

Ef tryggja á lýðræðinu í Sjálfstæðisflokknum áframhaldandi sess, þá er vissara að kjósa annað hvort Júlíus Vífil eða Halldór Halldórsson í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna þann 16. nóvember 2013. 

 


mbl.is Ríkisstjórnin með 43% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. nóvember 2013

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband