Össur, kveiktu á erlendum fréttum!

Ossur med fidluna

Smáríkið Kýpur er þrefalt fjölmennara en Ísland, er í ESB og með Evru og er í rúst. Össur Skarphéðinsson, sem enn er utanríkisráðherra telur ennþá óumflýjanlegt að Ísland gangi í ESB og taki upp Evru!

Kveiktu á erlendum fréttum, Össur, ekki RÚV eða Stöð 2, heldur alvöru fréttum. Nú logar allt stafnanna á milli syðra á meðan þú spilar á fiðlu. Innistæðu- eigendur bíða spenntir eftir að komast í að gera áhlaup á bankana á Kýpur um leið og þeir opna, jafnvel þótt skattur hafi þegar verið lagður á inneignirnar, líka þær smæstu. 

ESB mun ekki koma Kýpur til bjargar. Ríkið vantar 19 milljarða Evra en fær kannski 10 milljarða, ef Kýpur samþykkir ofurskilmála með samdrætti til framtíðar að hætti Icesave.  Vextir á Kýpur rjúka upp en skipta nærri því ekki máli frekar en á Grikklandi þegar álíka kom upp þar.

En ofur- Evran hans Össurar mun að hans viti bjarga öllu hjá okkur: lækka vexti (!) og við færumst í faðm öruggs gjaldmiðils (!). 

Man enginn eftir því að Össur sagðist sjálfur ekki hafa hundsvit á fjármálum? 


mbl.is Óhjákvæmilegt að ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2013

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband