Lýðskrumið ríkir

AFP Sri Lanka soldier

Hvað hræðast nær allir þingmenn svo mikið, að þeir samþykkja umorðalaust tugmilljarða sóunaraðstoð af íslenskum láns-gjaldeyri til spilltustu kúgunarríkja í heimi? Er sú hræðsla komin á það stig að jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn tekur undir þetta Samfylkingarhjal án mótatkvæða? Vigdís Hauksdóttir þarf að standa ein úti á víðavangi til verndar hrjáðum Íslendingum, þegar þingmenn hoppa nær allir sem einn í lýðskrums- julluna og vilja ekki rugga henni fyrir kosningar. Þetta minnir á Icesave3, þegar krosstrén brugðust líka. 

Fólk forðast umræðuna um þennan fjáraustur til óþurftar, þar sem hver vatnsdropi upp úr brunni endar með að kosta vigt sína í gulli og hver skólaganga á við Harvard-vist. Verst er að kerfi eru fóstruð sem viðhalda þeirri spillingu sem skóp ástandið þar sem peningunum er eytt.

Spyrjið fólk sem hefur unnið í þessu í áratugi. Kynnið ykkur málin, t.d. að 8% upprunalegu fjár- upphæðarinnar hjá SÞ endar hjá þeim börnum sem hjálpa átti. Ríkið sendir Íslendinga til vistar í löndunum með milljóna- skattfrí laun, kokk og hvaðeina. Kerfið er fyrir löngu farið að fóstra sig sjálft, til viðhalds sjálfu sér og þeim úrelta grunni sem það byggði á í ídealísku upphafi sínu.


mbl.is Deildu um afstöðu Vigdísar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. mars 2013

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband