Erfitt að afgera 4 ár

DonW bakpoki

Ný ríkisstjórn þarf drjúgan tíma í að afgera afglöp ídealistanna sl. 4 ár, sérstaklega snilli þessa síðustu daga, þar sem lagahnoði er þröngvað í gegn um Alþingi með hrossaprangi í framlengingu. Ef Samfylking eða Vinstri græn komast aftur í að kjötkötlunum í maí, þá mun sá flokkur (báðir komast ekki að) gera allt til þess að verja þessar lagalufsur sem til urðu á þessum síðustu dögum. Fyrir utan það er aðlögunin að ESB- bákninu gengin fulllangt og tekur enn lengur að vinda ofan af þeirri áþján í ráðuneytunum.

Þannig að áður en gengið er af stað í fjallgönguna miklu til þess að sjá vítt til vegar, þá þarf aðstoð fólksins til þess að tæma grjótið úr bakpokunum, sem hlaðið var í þá sl. fögur ár. Kjósum með þetta í huga eftir mánuð. 


mbl.is Loks hillir undir þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. mars 2013

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband