Takið Úllen-dúllen-doff- prófið

GraentRauttBlatt

Óákveðnir kjósendur ættu að taka Úllen-dúllen-doff- prófið: það virkar! En fyrst er útilokunaraðferðin, þar sem ESB-flokkar detta út og þeir sem eyða atkvæðinu vegna 3% reglunnar. Þá eru eftir Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Vinstri græn og Píratar. Úllen dúllen doff, kikke lane koff, koffe lane bikki bane, úllen dúllen doff. Svarið er komið. 

En kannski fengu Vinstri græn of langan séns (og sóttu hvort eð er um inngöngu í ESB) og detta því út. Tökum þá prófið á þeim þremur sem eftir eru: Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Píratar. Svarið er þarna.

Sumir vilja kannski ekki rússnesku rúlletuna í Pírötum, þar sem skot er í öllum hólfum. Þá eru eftir Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Takið úllen-dúllen-doff á það og svarið er ljóst.

Drífðu þig svo að kjósa! 


mbl.is Landsmenn ganga að kjörborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. apríl 2013

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband