Brandari framtíðar

ESB sammala
Enn finnast Evru- hrunsinnar eins og Guðmundur Steingrímsson, sem tala  fyrir þann hluta þjóðarinnar sem les bara Fréttablaðið og hlustar á RÚV:  „...margir teldu að þjóðin myndi njóta góðs af því að taka upp Evru sem gjaldmiðil, þ.e. að taka upp stöðugri gjaldmiðil.“!
 
Heldur einhver virkilega að þjóðin gæti tekið upp Evru: gengið í ESB, uppfyllt Maastricht, verði samþykkt sem Evruland með bankasamruna, fjárhagslegan samruna og jafnvel pólitískan, tekið á sig skuldir hruninna Suður-Evrópuríkja og yfirleitt afhent yfirstjórn fjármála til Brussel? Eða þá að Evran sé stöðugur gjaldmiðill? Af hverju er þá reynt að bjarga henni? Frá hverju, sjálfri sér?
 
Óraunsæi virtist vera á útleið, en augsýnilega eru einhverjir enn í sínum helli eins og Japani í lok seinni heimstyrjaldar, tilbúinn með byssuna og niðursuðudósirnar sínar, verjandi málstaðinn þar til enda, þótt friður sé löngu kominn á.

mbl.is Tillaga um þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júní 2013

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband