Svandís er orsök vandans

Hydro Turbine

Svandís Svavarsdóttir, síðasti umhverfisráðherrann, olli m.a. vanda með varmaorkuna, þar sem hún samþykkt ekki vatnsaflsvirkjanir í Neðri- Þjórsá sem fyrir lágu og þá færðist álagið meir á gufuaflsvirkjanir. Orkumagn þeirra er óvissarra en vatnsorkunnar. Gufuaflið sleppir einmitt líka þeirri vatnsgufu sem hópur Svandísar hræðist mest, með koltvísýringi, þótt seint geti sá hluti kallast mengun.

Nýtum vatnsaflið 

Skilvirkni vatnsaflsvirkjana er alþekkt, en ekki fyrir Svandísi & Co., sem sjá ekki alvarlegar afleiðingar haftastefnu sinnar fyrr en allt er orðið of seint. Þeim Steingrími tókst að fæla Google og Microsoft frá landinu og sérstaklega ætlunarverk sitt, að Helguvíkur- framkvæmdirnar fengju að bíða árum saman, þar sem átti að framleiða ál fyrir vondu karlana. Vonandi tekst að koma Neðri- Þjórsá í rétta áætlun aftur fljótlega. Gufuaflsvirkjanir munu sveiflast til, líka eftir jarðhræringum ýmiss konar, holur opnast og lokast. En Þjórsá flæðir sem aldrei fyrr, m.a. vegna blessaðs hitnandi veðurfarsins.

Nýtum tímann 

Nýtum það vatnsafl til stórvirkja í friði og spekt eins og samþykktar áætlanir höfðu gert ráð fyrir áður en þær lentu í læstu skúffunni hennar Svandísar. Nýtum jarðhitann í nágrenni Reykjavíkur helst fyrir borgina, svo að áfram verði ljúft að búa þar, þrátt fyrir borgar-óstjórann. En aðallega, nýtum tímann meðan vinstri haftaöflin eru fjarri stjórnataumunum, þannig að undið verði ofan af þeim vandræðum sem þau skópu.


mbl.is Allt gert í sátt við náttúru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júní 2013

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband