Metnaðarfull stefna gegn borgurunum

Reykjavik hverfi Wikipedia

Oft heyrist í fulltrúum Samfylkingar og Besta flokksins að stefnan í ýmsum málum sé „metnaðarfull“. Nú kemur svo í ljós hvert sá metnaður stefnir; þjónustan er í lágmarki en ídealisminn er á fullu. Fækka bílum og bílastæðum, sleppa því að salta stíga og flestar götur, rukka og skattleggja að óþörfu. Metnaður þessarra kosnu fulltrúa endar því með að snúast gegn þeim meginþorra íbúanna sem vilja flæðandi samgöngur og að óþægindi eða hætta sé lágmörkuð.

Vinir mínir tala núna um að vonandi komi fram úthverfaframboð, sem einbeiti sér að þjónustu við alla Reykvíkinga, ekki bara hálf- skandinavísku kaffihúsafólki í miðbænum. Það yrði áhugavert, svo ekki sé dýpra í árinni tekið.


mbl.is Reykjavíkurborg fær falleinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höldum GMT og sólskininu

Timabelti Evropa

Tímabeltið á Íslandi í núverandi stillingu (hádegi um 13:15) gerir lífið bærilegra fyrir Íslendinga. Frítími og fjölskyldu- tími fólks eftir vinnu er mikilvægari heldur en birtustigið þegar haldið er til vinnu á morgnana. Ef breytingarsinnar verða ofan á í þessu, þá lengist myrkvaði hluti vetrar um klukkutíma fyrir vinnandi fólk, þar sem það fer í vinnuna í myrkri og kemur heim í myrkri. Mun betra er núverandi kerfi sem hefur reynst vel, að njóta lífsins í sólskininu stærri hluta sólarhringsins allt árið um kring.

Skýrsluhöfundar gefa sér það að Íslendingar færu fyrr að sofa ef þeir vissu að birtan kæmi fyrr um morguninn. Öllu líklegra er að þeir fari að sofa sælli (eins og nú, einir hamingjusömustu í heimi) eftir að hafa verið einni stundu meira í birtunni. Vordagarnir eru sælli og haustin fallegri ef eftirmiðdagur og kvöld eru bjartari. Þeir þýskættuðu verksmiðjueigendur sem vilja færa birtuna fyrr inn á daginn geta bara fengið sér ennisljós þegar þeir hlaupa í vinnuna klukkan sex á morgnana.

Höldum klukkunni, flugvellinum, fullveldinu og öllum öðrum góðum kerfum sem virka. Ekki eilíft að rugga bátum sem sigla vel. 


mbl.is Íslendingar rangt stilltir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saltið sparað

Ice skilti

Stefna borgaryfirvalda er augljóslega sú að spara saltið og hlífa þar með ekki borgurunum. Mánaðargamlir klakabunkar liggja jafnan yfir heilu úthverfunum, stígum og gangstéttum, þar sem einungis strætóleiðir eru saltaðar. Brekkan í götunni heima hefur verið með fljúgandi klakahellu vikum saman og ófært er fyrir aldraða á svæðinu.

Umhverfisfanatík og popúlismi má ekki valda því að öryggi borgaranna sé skert. Tækifærin til þess að losna við klakann (sem átti aldrei að ná því að verða til, með almennilegum snjómokstri) eru ekki nýtt með saltburði þegar hitastigið er rétt til þess á köflum. Fyrir vikið lendir fólk í slysum og varanlegum krankleika.

Við þurfum að fá saltið aftur á göturnar og sérstaklega á stígana.


mbl.is Mikil ísing á götum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. janúar 2014

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband