Hvað þarf annars mikið til?

PirateHood

Er ekki nóg að hryðjuverkasamtök sýni afhöfðanir á netinu til þess að loka megi vefsetrum þeirra? Þingmanni Pírata virðist ekki finnast það og birti því netsvindl- hlekk til þess að við megum kynnast sjónarmiðum afhausaranna betur. Eða eins og hann segir á bloggi sínu:  

„Þetta snýst um rétt þinn, lesandi góður, til að vera upplýstur um hvað það er sem Ríki Islams segir, trúir og vill.“

Einhver ykkar kusu því Píratann til þess að þvinga fram birtingu á málstað afhausaranna svo að t.d. óharðnaðir unglingar megi fá réttlætingu á aðgerðum öfgafyllstu ofbeldismanna síðari tíma.

Ég fylgi baráttu fólks til birtingar upplýsinga á netinu, t.d. frá ríki og borg, svo að leyndarhyggjan fái ekki að blómstra endalaust. En ef ráðandi aðilar þurfa að velta fyrir sér hvort loka eigi íslenskri hryðjuverkasíðu fjöldamorðingja, eða þá t.d. barnaníði, þá þurfa þeir hinir sömu að fara í einhvers konar siðferðismat, sem amk. þarf fyrir setu á Alþingi, löggjafarsamkundunni okkar. 


mbl.is „Hafa eyðilagt mikið fyrir okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. október 2014

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband