Nei, ekki sturturnar líka!

Flickr-sturta

Innleiðing ömurlegra ESB-tilskipana er enn á fullu, þrátt fyrir endalok vinstri ESB- ríkisstjórnar Íslands. Ljóslitlar perur, máttlausar ryksugur og hárblásarar voru bara forsmekkurinn. Nú á að ráðast á kjarna tilverunnar, öflugu sturtuna sem er stolt Íslands og heldur okkur heilbrigðum á klakanum, stresslausum og bólgufríum í öxlum og baki. Nei, það má víst ekki, heldur ákvað almættið í Brussel að banna ætti sölu á svona hættulegum rörum sem hleypa nægu hitaveituvatni okkar í gegn um sig.

Höft 

Að stífla, hefta, takmarka og hamla eru lykilorðin. Engu skiptir að almennileg hitaveita og rafmagn eru nánast mannréttindi Íslendingsins og markar sérstöðu okkar. Tilgangurinn með þessum höftum er í anda neyslustýringar sósíal- demókratískar Evrópu sem leitast við að stjórna hverju atriði í lífi einstaklingsins og brenglar þannig markaði og eðlilega viðskiptahætti.

Njótum aðstöðunnar

Rafmagnið sem neytendur nota hér er brotabrot af heildinni og breytir engu, enda framleitt á sjálfbæran hátt. Notkun á heita vatninu sem heild stýrist ekki í gegn um sturtuna. Hvað með allar sundlaugarnar, hitaplönin og 22°C húshitann með ferskt loft frá opnum, stórum gluggum? Eigum við að láta ESB pína okkur í að vera eins og þar, með hausverk í ísköldum súrefnislausum myrkvuðum herbergjum, af því að Rússar eru búnir að skrúfa fyrir gasið og slökkt var á kjarnorkunni?

Frelsi 

Alþingi ræður því hvort hver einstök EES- tilskipun er innleidd eða ekki, enda liggur löggjafarvaldið þar. Þessi ríkisstjórn á líka að hafa burði til þess að neita innleiðingu rammsósalískra tilskipana og leyfa okkur að njóta sturtunnar í taumlausri ánægju yfir því að vera ekki hluti af ofstjórnarvaldi ESB.

Litid Badherbergi ESB
mbl.is Sturtur verða vatnsminni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. október 2014

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband