Tugir slasaðra í viðbót næstu vinstri árin

Arnarnes-fjöldi-slysa

Staðfestur er árangur mislægra gatnamóta í að fækka slysum. En afarsamningur vinstri meirihluta borgarstjórnar við ríkið um engar slíkar framkvæmdir safnar upp tugum illa slaðaðra og hamlar eðlilegu umferðarflæði, sem er afleiðing stefnu og forgangsröðunar Dags & Co. í þessum efnum. Ef bætt er við tvöföldun höfuðmeiðsla vegna hjólreiðaæðis þá má mynda heila deild á spítalanum (sem ekki er byggður) vegna afturbatastefnunnar.

Hættum við Hofsvallagötu- áframhaldið 

Bætum jafnvel við líklegum slysum sem koma þegar umferð er beint af aðalgötum eins og Hofsvallagötu yfir á barnmargar skólagötur. Allt eru þetta fyrirsjáanlegir þættir sem umferðarfræðingar hafa án efa reynt að útskýra fyrir núverandi ídealistahópi í stjórn borgarinnar, en mætt algeru skilningsleysi. 

Krefjumst þess að öryggi á götum borgarinnar aukist, ekki slakni eins og nú. Byrjum með stokk á gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Látum Hofsvallagötu í friði og eyðum ekki hundruðum milljóna króna í viðbót í áframhaldandi rugl þar, eins og gæti hugsast hjá þessari mistæku borgarstjórn.

 


mbl.is Mislæg gatnamót fækka slysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. október 2014

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband