Enn á að rugga bátum sem sigla vel

Timinn sveigdurÉg hélt virkilega að endalok Jóhönnu- stjórnar þýddi það að hætt yrði að hrófla við hverju því sem vel hafði reynst, en það var einn helsti aðall hennar. Því miður virðist hafa myndast hefð sem erfitt er að snúa við, hvort sem það er um að leggja niður flugvelli, leggja á óþarfa skatta eða eins og núna að breyta klukkunni svo að veturinn verði mánuði lengur í vökulífi okkar, en sem kunnugt er þá tekur hann drýgstan tíma ársins á Íslandi.

Hádegi er á góðum stað

Hér er sólin hæst á lofti að meðaltali um kl. 13:15. Sjálfskvalar- stefna þeirra sem vilja færa þetta til um kl.12:15 er óskiljanleg fyrir flest okkar sem vilja vera tímanum lengur í birtunni með börnunum okkar eða við athafnir okkar þegar við komum t.d. úr vinnunni. Gæði einnar klukkustundar snemma að morgni eða í eftirmiðdaginn eru ekki þau sömu, þar sem annars er um að ræða (fyrir flesta) vinnu en hins vegar frítíma. Höldum klukkunni á sínum stað eins og síðustu áratugi.

Ef við ætlum að græða á daginn, þá verður að vera eftir einhver birta til þess að grilla á kvöldin.


mbl.is Svona dimmir með breyttri klukku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. desember 2014

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband