Flugið verði fyrir almenning aftur

Flugfelag Islands logo 1949

Ríkisvaldinu er í lófa lagið að gera flug aftur að almennings- samgöngum. Misskilin umhverfisstefna sendir flugið í spíral til hraps, þar sem alls kyns skattar og gjöld eru lögð á flugið að ófyrirsynju, ss. kolefnislosunargjöld, auk alls óþarfa álags á eldsneytið. Okkur væri nær að taka taka álögur af áætlanaflugi innanlands, sem dreifir ferðafólki betur og gerir nýtingu á dýrri þjónustu skilvirkari. 

Viðhald og stuðningur við flugvellina sjálfa er líka mikilvægur grunnur að líflegri starfsemi, sem skapar vöxt og viðskipti. Útflutningsstarf mitt í 30 ár hefði t.d. aldrei náð því flugi sem það gjarnan hefur gert ef ekki vegna almennilegs innanlandsflugs. Skömm er að því að áætlanaflug til Sauðárkróks sé ekki í gangi. 


mbl.is Innanlandsflugið orðinn munaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. febrúar 2014

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband