2 af 3 gegn inngöngu í ESB

ESB ja nei 02 2014

Skoðanakönnun Vísis staðfestir enn hve ákveðnir Íslendingar eru í andstöðu sinni við inngöngu í ESB. 65,7% þeirra sem afstöðu tóku standa gegn inngöngu en 34,3% fylgja henni. Enginn heilvita pólitíkus reynir að smokra Íslandi inn í ESB með þetta bakland. 

Spurningin um kosningu um „framhald aðildarviðræðna“ (í stað þess að fara aftur í aðlögun að ESB) er síðan sett fram þannig að fólk vill vera diplómatískt og fara í þjóðaratkvæðagreiðslu núna, þrátt fyrir að hrein andstaða við inngöngu í Evrópusambandið sé öllum ljós.

Skýr vilji þjóðarinnar hefur legið fyrir í mörg ár: Íslendingar vilja ekki aðild að ESB, sama hvernig málinu er þvælt. 

Takið eftir að 88% Sjálfstæðisfólks standa gegn aðild að ESB skv. niðurstöðunum og 76% Framsóknarfólks. 

Island i ESB

 


Bloggfærslur 3. febrúar 2014

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband