ESB tryggir tyrkneskt limbó Íslands

Blue splashESB rígheldur í ólánsumsókn Íslands og fjármagnar áróðursskrifstofu áfram, þrátt fyrir skýra andstöðu íslenskrar ríkisstjórnar og þjóðar. Það minnir á umsókn Tyrkja um aðgang að ESB frá 1987 og 1999, sem er nú haldið í dái þar til nokkur smáatriði verða útkljáð, ss. hvernig tryggja ber jöfn réttindi þeirra 76 milljóna múslima við aðra þegna, séstaklega kvenþjóðina. Bríet Bjarnhéðinsdóttir sneri sér í gröfinni ef hún sæi hvert niðjarnir stefna til fortíðar í þeim málum þar sem hún barðist fyrir bjartari framtíð.

Megingildin ósamrýmanleg 

Þótt megingildi umsóknar- og meðlima- þjóðanna séu ósamrýmanleg á flestan hátt, sem kom skýrt í ljós þegar á þeim var tekið, þá er umsóknum haldið vellandi og potast áfram í pólítíkinni, á meðan langflestum er ljóst að um gerólík samfélög er að ræða til sameiginlegrar stjórnar. Viðskipti og samskipti á milli sjálfstæðra þjóða ber að stunda á fullu, en sameining Evrulanda sem nú stefnir í er rammur sósíalismi, ekki bara sú ídealíska sósíal- demókrasía sem þetta byrjaði allt á.

Raunar eru Evrulöndin þegar undir stjórn fámennisklíku. Hentugt tæki hennar til viðhalds áhrifa er að halda jaðarlöndum í umsóknarferli, svo að hægt sé að beita sér gegn þeim þegar þurfa þykir.


mbl.is Sendiráð ESB mun starfa áfram á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. mars 2014

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband