Leitin að Pakkmann hefst

Pakkmann

Nú er orðið tímabært að leitin hefjist að þeim Íslendingi sem ekki veit enn hvað er í ESB- pakkanum eftir öll þessi ár, köllum hann Pakkmann.

Eftir Alþingis- kosningar árið 2007 voru Pakkmenn fjölmargir, enda var Samfylkingin komin í stjórn ásamt Þorgerði Katrínu og fleiri ESB- sinnum, sem dásömuðu möguleikana á því hvað væri í pakkanum sem Íslendingar fengju við inngöngu í ESB. Til þess var ekkert sparað og umsókninni snarað inn án aðkomu Pakkmanna árið 2009. Árin liðu í „upplýsingu og gagnsæi“ Evrópukynningarinnar, skrifstofur stofnaðar og talað út í óendanleikann.

Fækkar með betri upplýsingum 

En ESB rak sig á það að Pakkmönnum fækkaði eftir því sem upplýsingarnar urðu betri. Hver opinberunin á fætur annarri um innihald pakkans og afstöðu ESB í veigamiklum málum þegar á reyndi (Icesave, makríll, sjávarútvegur, orka, landbúnaður) sýndi Pakkmönnum að pakkinn var bara Pandórubox

Pakkmann bangsi

Nú er svo komið, eftir sjö ára upplýsingastreymi, að hver íbúi í Trékyllisvík og víðar veit nákvæmlega hvað í pakkanum felst. En hver og einn telur að aðrir hafi ekki náð þessu, þó að þeir sjálfir séu upplýstir. Nú spyr ég því, hver og hvar er Pakkmann? Raunar veit ég um einn og hann heitir Össur Skarphéðinsson. Hann er líklega sá eini sem ekki veit hvað er í pakkanum. 

PS: Vísindavefurinn segir um Pandórubox:  Seifur sendi Pandóru til jarðarinnar með öskju fulla af plágum og böli. Af eðlislægri forvitni opnaði Pandóra öskjuna og hleypti öllum plágunum út. Það eina sem varð eftir í öskjunni var vonin.


mbl.is Undanþágur hreinir draumórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. mars 2014

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband