Stefnir í glórulaust eignarnám

Hjardarhagi skipulag

Ráðandi öfl í borginni láta núna glitta verulega í sósíalista- tennurnar með samþykktum sínum á glórulausum tillögum í skipulagsmálum, eins og að taka nær allar bílageymslur við fjölbýlishúsin á Hjarðarhaga eignarnámi og setja hús þar niður. Það er „þéttingin“ komin, að rjúfa friðinn í grónum hverfum með jarðýtum á bílskúra fólks, byggja þar blokkir og búa til rifrildi óendanleikans.

Út á götu 

Hvar á fólkið í gömlu og nýju blokkunum að leggja sínum 0,4 bíl? Alltaf í næstu götu? Hver bætir íbúðareigandanum virðislækkun eignarinnar á sanngjarnan hátt? Verið er að gerbreyta lífsháttum fólks þvert gegn vilja þess. Ef almennileg íbúakosning yrði í hverfishlutanum, þá yrðu þessar tillögur felldar samstundis. En ef eignarnámið er gert í almannaþágu, þá verða hagsmunir almennings að vera afgerandi, ekki bara vegna villtra hugdetta ídealista sem vilja þröngva lífsháttum sínum upp á saklausa samborgara sína.

Hversu mikið þolir fólk? 

Hvað þarf til að fólki blöskri almennt hvernig ráðist er á náungann, eignarrétt hans og réttinn til friðar frá yfirvöldum? Við skulum vona að þessi þögli meirihluti sem hefur látið flest af þessu yfir sig ganga sjái núna að þetta gangi ekki lengur: það verður að kjósa ábyrgt fólk í borgarstjórn, sem tekur fullt tillit til hagsmuna og lífs allra borgaranna. Þessi borgarstjórnarblanda er eitraður kokkteill. 

Dagur raud ros RUV

 

 

 


mbl.is Umdeildar hverfisskipulagshugmyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. apríl 2014

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband