XD nr.1 með 40% meira en sá næsti

MMR fylgi 2014 Apr1

Flokkasúpa Íslands nálgast nú fullkomna óreiðu að hætti Pírata með fimm flokka í 11-17% fylgi. Þó stendur Sjálfstæðisflokkur upp úr með nær 24% fylgi, sem er 40% meira en sá næststærsti.

ESB- flokkar 

Hreinir ESB- flokkar, Björt Framtíð og Samfylking eru með 32,2% fylgi samanlagt, á meðan langflestir kjósendur til Alþingis kjósa ekki ESB-aðild. Þessi þversögn er eflaust við lýði vegna flokkadrátta í Reykjavík, þar sem erfiðara er að fá skýrar línur í pólitíkina. 

Slíta strax 

Ríkisstjórnin verður að ganga fram af ákveðni vegna ESB- málsins, að slíta viðræðum strax og hætta þar með að leyfa stjórnarandstöðunni að naga af fylgi þeirra með þvælugangi.  Þá skýrast andstæðurnar og ESB- flokkarnir ná ekki eins að halda grautnum vellandi endalaust. 

Nýjan flokk, takk! 

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru jafnan tilbúnir að styðja formann sinn þegar ákveðið er gengið til verks í samræmi við samþykktir landsfundar flokksins. Eltingarleikurinn við ESB- kratafylgið á óreiðu- miðjunni borgar sig ekki, það hefur margsýnt sig síðustu árin. Vonandi bætist nýji ESB- flokkurinn í miðjusúpuna, það styrkir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn strax. 


mbl.is Dregur úr stuðningi við Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. apríl 2014

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband