Þvingun

Straetosulta Kina

Borgarstjórnarmeirihlutinn, sem sum ykkar kusu til þess að sjá um sameiginlega þætti borgarlífsins, beitir valdi sínu til þess að þvinga okkur til lífsmynsturs að þeirra hætti, flestum til ama. Flest okkar kjósa að lífið sé sem ljúfast frá morgni til kvölds, en okkur er gert erfiðara fyrir með það af því að borgarpólítíkusar misskilja alfarið hlutverk sitt sem þjónar almennings og halda að þeim beri að móta líf okkar að þeirra ídealísku fyrirmynd. Skýrast kemur þessi árátta fram í umferðarmálum í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur. Þar segir m.a.:

„Yfirdrifið framboð af fríum og ódýrum bílastæðum dregur úr vilja fólks til þess að nýta sér almenningssamgöngur, jafnvel þótt þær séu góðar. Draga þarf úr viðmiðum um fjölda bílastæða og fækka þeim verulega, sérstaklega á nýbyggingarreitum og setja kvaðir á fyrirtæki og stofnanir um að taka upp bílastæðagjöld“.  

Flestir fá að bíða 

Fjögur prósent borgarbúa nota strætó til og frá vinnu. Nýja skipulagið gerir ráð fyrir þreföldun á því næstu 16 árin, þá líklega í 12%! Það þýðir að venjuleg 24 ára manneskja núna þarf að þola þvingunaraðgerðir borgaryfirvalda (ef skipulagið gegnur eftir) gegn henni í einkabílnum til fertugs, þar sem hafðir eru af henni margir mánuðir í vinnu eða frá fjölskyldu, með auknu stressi, sitjandi í bíl að vilja ferðast eins og flestir aðrir.

Tilgangslaust 

Megintilgangurinn og lokatakmarkið með þessari þvingun er afar óljóst. Ekki er farið eftir aðlögunarstefnunni, að fólk bregðist við þeim aðstæðum sem eru á þeim stöðum sem þeir búa, heldur er módel úr suðrænum milljónaborgum staðfært upp á okkur fámennið á skerinu. Svo vilja þau flugvöllinn burt af því að hundruð þúsunda farþega þá leiðina er gert lífið of auðvelt. En jú, tilgangurinn er svo að setja niður félagsíbúðir á dýru lóðina.

Hver borgar? Þú, sem átt að vera mætt í vinnuna en ert föst af því að Dagur B. hafði metnað til þess að hægja á umferðinni.

 

 


mbl.is Vistvænar samgöngur í stað einkabíls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. apríl 2014

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband