Sjálfstætt ESB- Skotland er þversögn

ESB SkotlandSkotum er vandi á höndum að kjósa um sjálfstæði, nú þegar vinsæl vinstri sveifla gerir kröfu um virka ESB- aðild Skotlands. Hvað á þá sannur skoskur sjálfstæðissinni að kjósa, þegar ljóst er að „já“ gerir Skotland að enn meira ESB- héraði en það er í dag? Hann kýs kannski sjálfstæði í góðri trú en sér svo vinstri ESB- sinna dansa á götum úti eftir sigurinn.

Já við vinstri- ESB 

Sjálfstæði Skotinn fær sig varla til þess að setja „nei“ við spurninguna um sjálfstæði, en þó er það eina svarið til varnar gegn Brussel- veldinu. Nigel Farage, formaður breska UKIP- flokksins, segir já- talsmanninn vilja Skotland sem hluta ESB- ríkisins, þar sem lög þess eru samin í Brussel. Engin leið verði t.d. að endursemja um nýtingu skoskra fiskimiða.

Hinir hafna ESB 

Nú þegar Stóra- Bretland er ákveðið í því að auka sjálfstæði þess gagnvart Evrópusambandinu, þá gæti farið svo að vinstri sinnaðir ESB sinnar Skotlands nái að mynda innmúrað ESB- hérað (Skotland) á Bretlandseyjum með já-i í kosningunum. En það hlýtur þá að þýða að hinn hluti núverandi Stóra- Bretlands verði enn betur hreinsaður af þeirri ESB- áráttu og vilji enn skýrari línur gagnvart ESB eða jafnvel að endurheimta alvöru sjálfstæði þjóðarinnar með úrsögn úr ESB.

 


mbl.is Búa sig undir lokasprettinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. september 2014

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband