Hótelum fjölgað, bílastæðum fækkað og 100% hækkun!

EngirBilarFyrirsögn mbl.is er fáránlega í mótsögn við efni fréttarinnar, sem er allt að 100% hækkun á verði bílastæða í Reykjavík. Þar bætist við fjölgun hótela og íbúða með alltof fá stæði, ásamt beinni fækkun bílastæða en hraðri fjölgun bíla. Þessi viljandi skipbrots- stefna í umferðarmálum hjá mistækum núverandi borgaryfirvöldum skapar svo fyrirsjáanleg vandræði að furðulegt er að þeir þrír fjórðu hlutar alls almennings, sem ferðast um á bílum, skuli í reynd sættast á það að miðbærinn verði utan seilingar fyrir þau og að hótelgestir á bílaleigubílum verði í stöðugum standandi vandræðum þegar fram líða stundir.

Flestir mega eiga sig

Allt er þetta ákveðið í trássi við vilja fjöldans, enda t.d. aðeins um 4% fólks sem ferðast á reiðhjólum að jafnaði allt árið og 8% með rándýrum niðurgreiddum strætó þegar best lætur. En þetta lætur fólk yfir sig ganga, líklega af því að borgarstjórinn hefur svo mjúkan talanda og viðmót. Maður leggur þó ekki bílnum með því.


mbl.is Ódýrara að leggja í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. febrúar 2015

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband