Ófagnaður í Skerjafjörð

Bent i hringÍbúar í Skerjafirði urðu varir við megna ólykt frá umhverfi dælustöðvarinnar síðustu tvær vikur, sem getur þá tengst spilliefnalosuninni í Kópavogi. Umræður um það áttu sér stað á Fésbókinni. En það vekur furðu að fyrri atvik, ss. í Grafarholti, hafi ekki orðið til þess að samræmd umhverfisvöktun eigi sér stöðugt stað hjá Orkuveitunni, með skynjurum og aðvörunum. Klóaki er dælt um alla borg á milli sveitarfélaga í hring og út á Faxaflóa, en virðist geta flætt yfir við dælustöðvar. Menn virðast benda hver á annan í hring og Orkuveitan lætur ekki vita af því þegar óhöpp virðast vera að eiga sér stað.

Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur er sýnilega mun meira umhugað um að loka flugvöllum, stífla umferð og láta okkur hjóla en að vakta umhverfið okkar og að lágmarka umhverfisslys.


mbl.is Alvarlegt umhverfisslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. febrúar 2015

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband