Nauðsyn fjármögnuð með því að hætta við óþurftir

Malbik-peningarHeilbrigð skynsemi verður vonandi ofan á í borginni, eins og tillögur Sjálfstæðisflokksins um að fjármagna götuviðgerðir með því að hætta við þrengingu Grensássvegar, þar sem 13000 bílar á dag eiga að fara að standa hálfkyrrir eða þrengja að annarri umferð.

Halda mætti síðan áfram og hætta við  Hofsvallagötu- breytingarnar, sem sannarlega eru að komast á annað stig með einhverjar 300 milljónir í sóun, þar sem lokareikningur þess fer þá eflaust yfir 400 milljónir, með öllu sem áður gekk á og var tekið af að hluta aftur.

Dagur B., Hjálmar & Co verða að fara að standa ábyrgir fyrir afglöpum sínum. Fáum allar reiðhjólatölurnar fram og hvað var gert við bílaumferðina, nú þegar metsala er í bílum og metmánuðir umferðar detta inn.


mbl.is Mikið tjón á gatnakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. febrúar 2015

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband