Samgönguyfirvöld fái aðalflugvellina

Flugvel brosForsætisráðherra setur sig réttilega í gírinn til þess að bjarga Reykjavíkur- flugvelli á ögurstundu. Ólöf Nordal innanríkisráðherra hlýtur að taka undir þau sjónarmið að helstu flugvöllum landsins beri að falla undir stjórn ríkisins, enda eru þar samgöngu- og öryggismál sem vega mun þyngra en sveiflukenndar og staðbundnar þarfir mistækra pólitíkusa hvers sveitarfélags á hverjum tíma, eins og bitur reynsla hefur sýnt okkur nýverið í Reykjavík. Þar er miðbæjarklíka hinna talandi stétta búin að koma sér svo vel fyrir við spenana að þau sem fóðra kýrnar hafa ekkert að segja um það hvað verður um mjólkina.

Nú er mál að linni, krefjumst þess að flugvellirnir í Reykjavík, á Akureyri og á Egilstöðum verði í eign og stjórn ríkisins, til þess að hægt sé að fylgja langtímastefnumörkun í þeim málum með þjóðina að baki.


mbl.is Segir að grípa þurfi til varna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. apríl 2015

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband