Draumar um milljónaborgir

Tomar lestirHugmyndir um lestir eru andvana fæddar, þar sem fjöldinn til þess að halda þeim uppi verður ekki fyrir hendi. Barnaskóla- reikningur þurrkar út skýjaborgir um lestir á Íslandi, en samt heldur Dagur áfram sínum ídealisma á kostnað borgaranna um Skandinavískt milljónaborga- samfélag í Reykjavík.

Milljarðar á mann

Hér ferðast mest 8% fólks að jafnaði með þessum rándýra niðurgreidda fararmáta sem strætó er, en þessi borgaryfirvöld vilja enn meiri fjárbindingu og skuldir til þess að senda enn fleiri tóma vagna um allt. Senda mætti fríar rútur á 10 mínútna fresti allan sólarhringinn til Keflavíkurflugvallar fyrir vextina af þeim tugmilljörðum sem draumsýnir Dags um lestir myndu kosta. Þær bæru sig aldrei frekar en Harpan og yrðu stíft niðurgreiddar. Að auki myndu framkvæmdirnar við lestarkerfi og sú starfsemi rjúfa friðinn varanlega á hverjum stað.

Klára nauðsynjaþætti

Samfylkingin vill jafnan umturna því sem virkar, rugga þeim báti sem siglir vel, hefð sem Jóhanna festi svo vel í sessi. Frelsum okkur undan oki hinna talandi stétta og höldum áfram að nota þann fararskjóta sem við kjósum sjálf hér uppi á klaka, sem yfir 70% okkar gera alla jafna í formi bíls. Ég held að borgarstjóri ætti að einbeita sér að því að klára þá þætti sem honum var falið að sjá um, eins og götur, skóla, íþróttahús osfrv. Síðan mega þau láta okkur útsvarsgreiðendur í friði.


mbl.is Léttlestir og hraðvagnar á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. apríl 2015

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband