Óbifanlegur með axarskaftið

Bjorn og madurUtanríkisráðherra heldur sig við axarskaftið sitt, að draga úr þjóðarframleiðslu og að valda spennu við vinaþjóðir með fylgni í blindni við ESB- viðskiptabann á Rússland. Þetta er eitt skýrasta dæmi nútímans um það hvernig mistækum stjórnmála-mönnum tekst að eyðileggja uppbyggingar- starf fyrri áratuga, sem miðaði t.d. að því að hámarka virði íslenskra sjávarafurða til manneldis fyrir almenning í Rússlandi.

Sjálfsagður þrýstingur

Þó það nú væri að maðurinn verði beittur þrýstingi vegna þessarar arfavitleysu sinnar! Hve margar ræður hafa verið haldnar á vegum ráðuneytis hans þar sem pólitíkusar tala um að þeir geri flest til þess að aðstoða útflytjendur íslenskra vara í sókn sinni á erlenda markaði? Þeir gera það um tíma en venda svo kvæði sínu í kross og senda okkur í útlegð og hanga svo á vitleysunni eins og hundur á roði.

ESB þrýstir ekki á

Rússar munu ekki "skila" Krímskaga frekar en Úkraínumenn þegar þeim var honum gefinn. Þrýstingur okkar á Rússa er hvort eð er nær enginn og sérstaklega þegar haft er í huga að t.d. erlend orka til Þýskalands á síðasta ársfjórðungi kom 70% frá Rússlandi. Það er nú allur þrýstingurinn! Hver heldur að sú þjóð og þar með allt ESB vilji beygja Rússa frekar? En við sitjum öll eftir með sárt ennið þar sem utanríkisráðherra í þrjóskukasti vill ekki líta út þannig að hann hafi gefið eftir. 

Ef einhver með viti snýr þessari ESB- fylgni við þá hefur það mjög jákvæð áhrif á hagkerfið Ísland.

 


mbl.is Hefur orðið fyrir miklum þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. janúar 2016

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband