84.000 ma. fall á korteri

Fall markadaKína, sem er næststærsti hlutabréfamarkaður í heimi féll um 7% og veldur lækkun um heiminn sem var t.d. 640 milljarðar USD á 15 mínútum sl.nótt. Soros ofurfjárfestir telur krísu vera þegar hafna, sem er í ætt við 2008 hrunið. Olían stefnir hratt á USD 30 dollarana og hrávörur eru enn í falli. N-Kórea sprengdi kjarnorkusprengju og ásókn þegna annarra þjóða í Evrópu heldur áfram. Eitt er nokkuð víst að flökt á mörkuðum verður hátt.

Á meðan þetta gengur á er þingið og ríkisstjórn Íslands í einhvers konar sjálfbyrgins- sápukúlu þar sem hagsmunir þjóðarinnar eru hundsaðir en hjóminu er hampað. Vonandi gerast kraftaverkin, að ríkisstjórnin öll taki utanríkismálin alvarlega í sínar hendur, ella fer enn verr en orðið er.


mbl.is Kauphöllum lokað vegna verðfalls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. janúar 2016

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband