Hrun Pírata vegna opinberunar stefnu þeirra?

Frettabladid kannad2016Píratar komu 94%-115% hærri út í könnunum í mars 2016 en í dag, sbr. línurit Fréttablaðsins. Fjölmiðlar ganga ekki á leiðtoga þeirra og spyrja hvað valdi þessu hruni, en gæti það verið að loksins opinberist fyrir kjósendum að það er ekkert sniðugt að kaupa köttinn í sekknum? Umbylting stjórnarskrár fyrir ESB- aðild er ekki vænlegur kostur og hvað þá vinstri bræðingur fyrirfram um skatthækkanir eða leynimakk. 

Getur verið að kjósendum lítist ekki á leiðtoga Pírata, enda vilja þeir sjálfir ekki leiðtoga, heldur ráð og nefndir? En ef þeir verða kosnir, þá verða þeir ráðherrar með völd, meðal annars Birgitta og Ásta Guðrún ESB. Hver veit hvaða ákvarðanir yrðu þá teknar?

Ögurstundin rennur upp

Píratar komust lengi vel og langt á innantómum slagorðum um borgararéttindi. Nú þegar ögurstundin nálgast virðast kjósendur sjá í gegn um þetta og skila sér vonandi í kjörklefann. Unga fólkið sem Píratar treystir á hlustar sem betur fer á það sem ungt Sjálfstæðisfólk hefur fram að færa um raunverulega framtíðarmöguleika í okkar ágæta samfélagi.

Mætum ungir sem aldnir og kjósum Sjálfstæðisflokkinn á laugardaginn.

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með 25,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. október 2016

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband