Nærri þrír á móti einum

MMRkönnunESBnov2016Óábyrgir stjórnmálaflokkar C&A láta stjórnarmyndun niður falla vegna ESB- mála þegar þjóðin stendur nærri 3 á móti 1 gegn aðild skv. MMR núna. Hvaða umboð telja þessir flokkar með mest 10% fylgi sig hafa til þess að láta svona, í stað þess að fá í hendurnar stjórn lands sem er á fínni siglingu, á meðan ESB er seglbátur í stormi með brotin reiða? Viðreisn á sér ekki eigin von!

Píratinn í forsetann

Nú hoppar Birgitta Jónsdóttir á þetta feigðarfley og gerir ekki minni kröfu en það að verða Forseti Alþingis. Það væri eins og að setja tölvuhakkara sem forstjóra Reiknistofu bankanna! Hver man ekki eftir njósna- beininum sem hleraði tölvusamskipti á Alþingi við herbergi Pírata þar? Myndi hún bæta reisn Alþingis og skapa frið í fimm- vinstrivillikatta- stjórninni sem er í smíðum? Svari nú hver fyrir sig.

Valdi fylgir ábyrgð

Norski sjónvarpsmaðurinn á NRK hitti naglann á höfuðið nýlega þegar hann ræddi við Birgittu og nefndi að valdi fylgir ábyrgð, líka þessu uppljóstraravaldi sem Birgitta hampar.

Katrín Jakobsdóttir þarf að hafa ofurmannlega hæfileika ef hún á að smala þessum köttum og halda þeim saman í einhvern tíma, hvað þá í fjögur ár!

 

 


mbl.is Vaxandi andstaða við inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. nóvember 2016

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband