Utanríkisráðherra taki eftir

Russland og IslandÞað er gleðiefni að fjárfesting í vinnslu á uppsjávarfiski eigi sér stað, þrátt fyrir stuðning utanríkisráðherra við viðskiptabann á Rússland, sem hefur þyngt róðurinn í þeim geira verulega. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hlýtur því að vænta þess að ráðherrann beygi af í sínum rándýru prinsippum til stuðnings ESB- Úkraínu og dragi stuðninginn við viðskiptahindranir ESB til baka. En hann hefur náttúrulega allt 10% fylgi síns Framsóknarflokks að verja! Hvar væri fylgið ef ekki væri stuðningurinn við ESB- viðskiptahindranir?

Flokkur sem telur sig til landsbyggðarinnar getur ekki haldið þessu áfram, að veikja undirstöður byggðanna með barnslegri þvermóðsku í pólitík. Eða jú, gerið það bara og sjáum hvort Sjálfstæðisflokkurinn taki þá ekki af skarið og hætti þessum stuðningi við viðskiptahindranir svo að bisniss og byggðirnar megi blómgast í friði.

 

 


mbl.is Ný fiskvinnsla í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. febrúar 2016

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband