Amnesty vegna ESB- Tyrkjasamnings: Sykurhúðuð blásýrutafla

ESB Tyrkir semjaAfarsamningur sem ESB gerði í gær við Tyrki fyrir Íslands hönd sem Schengen- ríkis er stórhættulegt mannréttindabrot að mati Amnesty og annarra félaga sem annt er um mannréttindi farandfólks og flóttamanna. Evrópustjóri Amnesti segir þetta „...eins og sykurhúðun blásýrutöflu sem flóttamannavernd í Evrópu hefur nú verið neydd til þess að gleypa“.

Hliðargrein samningsins

Fangabúðir í Grikklandi og skipti á Sýrlendingum 1 fyrir 1 er hluti af þessum ógeðfellda samningi, þar sem flóttafólk er orðið gjaldmiðill í stórpólitík ESB við Tyrki. Nær enga athygli hlýtur því eðlilega hliðarsamningurinn, að 78 milljónir Tyrkja fái áritanalaust aðgengi að Schengen- svæðinu og þar með Íslandi eftir þrjá mánuði, ef fjöldi skilyrða er uppfylltur. Auk þess verður nýr kraftur settur í aðild Tyrkja að ESB.

Schengen er firra

Á meðan er Ísland enn aðili að Schengen- svæðinu og enn finnast einhverjir miðstýringarsinnar sem halda að við ættum að gerast aðilar að ESB. Maður þarf að vera með bundið fyrir augun og með tappa í eyrunum til þess að halda áfram þeirri firru. Gerum nú gangskör að því að fá ráðamenn til þess að segja Ísland strax úr Schengen og að draga ESB- umsóknina formlega til baka, svo að forða megi okkur frá fári þungu.

Ráðamenn ESB spyrja hvort eð er aldrei Íslendinga að neinu áður en þeir ákveða eitthvað sem máli skiptir.

 

 


mbl.is Taka við 72 þúsund Sýrlendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. mars 2016

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband