Nú reynir á Tyrkjasamning ESB og á Schengen

Thysk TyrkirESB gerði afarsamning við Tyrki í mars sl. þar sem "leitast yrði við" að veita 78 milljón Tyrkjum áritanalaust aðgengi að Schengen- svæðinu og þar með Íslandi frá júní 2016. Nú þegar líður að þeim tíma er þetta eina atriði ófrávíkjanlegt skilyrði Tyrkja, þannig að samningurinn um flóttamannaskiptin við ESB falli niður nema að Tyrkir fái að valsa óhindrað um Schengen svæðið. 

Lok Schengen

Nú heldur enginn málsmetandi ESB- talsmaður því fram að ytri landamæri Schengen- svæðisins haldi í dag, enda streymdi milljón manns inn á sl. 9 mánuðum. Þessa tilraun til samnings við Tyrki hér að ofan má líta á sem síðasta naglann í Schengen- kistuna, því að þvingaðar tilfærslur lítils hluta flóttamannanna sem sækja á Evrópulönd verða þá til óhindraðs straums Tyrkja um Evrópu, einmitt frá því landi þar sem mesta streymið frá stríðshrjáðu ríkjunum í kring er um.

Tyrkjaflóðið

Ef Ísland væri ekki í Schengen og einhver styngi upp á aðild í dag þá teldi fólk að sá hinn sami væri ekki með öllum mjalla. En að losa okkur út úr þessu Hótel Kaliforníu- dæmi ætlar að reynast þrautin þyngri. Það verður samt að gerast áður en Tyrkjaflóðið hefst.

 

 


mbl.is Merkel á ferð um flóttamannabúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. apríl 2016

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband