Stuðningur við Bjarna, Ólöfu og stóru málin

XD Vesturbaer2016Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var gestur á aðalfundi Félags Sjálfstæðis- manna í Nes- og Melahverfi í Valhöll í dag. Hún fór vel yfir atburði síðustu daga og lýsti mikilvægi þeirra mála sem ná þarf fram sem allra fyrst, svo sem húsnæðismála ungs fólks. Stjórn og félagsmenn voru sammála um það hve krefjandi tímar eru framundan fyrir þjóðina og þar lætur vonandi sjálfstætt fólk í sér heyra um lausn stóru málanna.

Fundurinn tekur heilshugar undir stuðning annarra Sjálfstæðisfélaga við forystuna í baráttunni og samþykkti samhljóða ályktun þeirra:

Fé­lag Sjálf­stæðismanna í Nes- og Melahvefi í Reykja­vík lýs­ir yfir full­um stuðningi við formann og vara­formann flokks­ins, Bjarna Bene­dikts­son og Ólöfu Nor­dal. Þau hafa á skýr­an og full­nægj­andi hátt gert grein fyr­ir sín­um per­sónu­legu fjár­mál­um. Það ætti því ekk­ert að geta komið í veg fyr­ir að þau vinni áfram að heil­ind­um að þeim mik­il­vægu mál­efn­um, sem nú­ver­andi rík­is­stjórn Íslands vinn­ur að til hags­bóta fyr­ir land og þjóð.

Tíminn er naumur, komum málunum áfram.

Á myndinni sjást nokkrir félagsmenn og stjórnarmeðlimir ásamt Áslaugu Örnu eftir fundinn. Smella þarf á myndina til þess að stækka hana.


mbl.is Sígandi lukka best fyrir Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. apríl 2016

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband