Borgin í útrás mannréttinda

FlottafolkReykvíkingar sem greiða útsvar sitt til borgarinnar mega vænta þess að borgarstjórn dreifi úr gæsku sinni út um Evrópu fyrir þeirra hönd. Engin landamörk eru á því hvert Reykjavík beinir sínu fé, frekar en áliti á stjórmálum í öðrum löndum. Sú var tíðin að borgarstjóri átti að gæta fjár borgarbúa og hagsmuna þeirra, en útþensla hins góða á sér víst engin mörk.

Langflest okkar hljótum að vera hlynnt störfum Þórunnar Ólafsdóttur, en ég hélt bara í einfeldni minni að félög eða einstaklingar sem bæti mannréttindi í Reykjavík ættu að hljóta Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar.


mbl.is Þórunn hlaut Mannréttindaverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB- aðildarþátturinn búinn

ByltingNú fer fylgi stjórnmálaflokka að verða eðlilegra þegar ESB- aðild er orðin óhugsandi og hætt að kljúfa alla flokka í herðar niður, en hefur náð að leysa upp Samfylkinguna sem hafði ESB- aðildina að aðalmáli.

Píratafylgi Birgittu?

Píratar eiga þó eftir uppgjör innan forystunnar, þar sem afar ólíklegt verður að teljast að ólíkindatól á við Birgittu geti leitt flokkinn til mikils fylgis til lengdar. Hófsamara fólk innanum hjá Pírötum getur eflaust hugsað sér samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn ef til þess kæmi, en ef sósíal- anarkísk stefnumál flokksins koma skýrar í ljós, þá verður slík samvinna ólíklegri. 

Skýrara til vinstri?

Fylgi Vinstri Grænna virðist verulega tengt Katrínu Jakobsdóttur. Hreinir sósíalistar hafa síast úr öðrum flokkum til VG, þannig að miðjan sem var breið er núna í megrun. Flokkar þurfa að skerpa línurnar frekar ef þeir ætla að ná árangri. Sjálfstæðisflokkurinn er með skýra stefnu, en aðallega mæðir á Pírötum að aðlaga ídealísk stefnumál sín að raunveruleika fólks. Það yrði stórslys ef innantóm slagorðin verða ofaná og Píratar/VG mynda sósíalistastjórn sem vill umbylta lífi þegnanna. Lífi sem er bara nokkuð gott án byltingar þeirra.


mbl.is Taflið er að snúast við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. maí 2016

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband