RÚV skrumskælir að vanda

Handtaka velliHlutlausa RÚV í sjónvarpsfréttum í kvöld fannst það ekki fréttnæmt eða athugunarvert að tvær konur hefðu hindrað gang réttvísinnar og verið með uppistand í flugvél sem þær bókuðu sig í einungis til þess að stöðva brottför vélarinnar til Stokkhólms með hrópum og hótunum, sem endaði með handtöku kvennanna, ásamt leiðindum, töfum og áreiti fyrir flugfarþegana. 

Nei, fréttin var hvað lögmanni þeirra fannst rangt við brottvísun flóttamanns og RÚV sagði einungis að þær hafi reynt að stöðva för vélarinnar með Nígeríumanninum og aðeins þeirra hlið sögð, ásamt setningu frá þeim í flugvélinni. Síðan sýndi RÚV myndband No Border hópsins um handtöku mannsins á vellinum og fréttin öll var síðan saga þessa flóttamanns ásamt viðtali við lögmann hans, þar sem reynt er að kasta rýrð á Útlendingastofnun og meðferð málsins, sem hefur kostað fjölda milljóna króna á þessum fjórum árum hans hér. Þessi "frétt" er forkastanleg í augljósum pólitískum vinstri halla sínum.

Næsta vitleysa

Í næstu frétt kastar svo tólfunum í "óhlutrægni" RÚV, þar sem sagt er frá vinnustöðvunum í Frakklandi. Þrír fjórðu hlutar rafmagns- framleiðslunnar lokaðir, hluti almannasamgangna og 40% bensínstöðva tómar. Rætt er við mótmælanda sem segir frá þeirra hlið. Síðan segir RÚV: "Frumvarp stjórnvalda gefur fyrirtækjum of frjálsar hendur til þess að ráða og reka starfsmenn, stytta vinnutímann eða lengja og lækka laun". Þetta er ekki tilvitnun í Frakkana, heldur gildishlaðið mat RÚV að vanda.

Dínasorar

Það er ekki hægt að horfa upp á þessar skrumskælingar sannleikans hjá RÚV lengur. Fjölskylda mín og ég borga um 150 þúsund á ári í þetta fornaldarbatterí sem ekki er hægt að forðast og treður pólitískri vinstri réttvísi sinni ofan í mann með kvöldmatnum. Þessu verður að linna. Byrjum á því að taka RÚV af auglýsingamarkaði strax.

 

 


mbl.is Handteknar í Icelandair-vél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. maí 2016

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband