Næst á Dags- skránni

Reykjavikurflugvöllur MBLAðför meirihluta borgarstjórnar að Reykjavíkur- flugvelli fer núna á flug. Næsti þáttur virðist verða tvö- til þreföldun Skerjafjarðar með blokkarbyggð, þar sem ljóst er að neyðarbrautin fer vegna Hönnu Birnu- samningsins.

Uppfyllingar og blokkahverfi

Dagur borgarstjóri hefur marg- lýst því yfir á kynningarfundum og víðar að hann vinni eftir aðalskipulaginu (sínu) sem leggur flugvöllinn niður, lið fyrir lið á næstu árum. Nú tvíeflist niðurrifshópurinn. En í anda upplýsingarskorts og ógagnsæis þessa hóps verða áætlanir og grunnhönnun ekki gerðar opinberar fyrr en allt or orðið of seint. Núverandi plön gera m.a. ráð fyrir uppfyllingu fallegrar sandstrandar með fjölbreyttu fuglalífi sem hverfur. Álag á samgöngukerfi verður margaukið og búin verður til þörf á öllu því helsta sem stór þorp þurfa, ss. skóla og heilsugæslu. Fyrstu drög að þessari blokkahörmung gera ráð fyrir því að flugvöllurinn fari.

Við borgarbúar hljótum að krefjast þess að verða upplýst um raunverulega ætlun þessa borgarstjórnar- meirihluta varðandi Reykjavíkurflugvöll allan og umhverfi hans.


mbl.is Sorglegt að neyðarbrautin loki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júní 2016

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband