Enginn ábyrgur fyrir þessari eyðslufirru?

Rafmagn DreamstimeRafstrengurinn er „...mjög áhuga­verður kost­ur. Þó séu marg­ir óvissuþætt­ir til staðar. ...verk­efnið verður ekki að veru­leika án sér­staks stuðnings frá Bret­um.“ Hvernig getur eitthvað verið arðbært ef það verður að vera styrkt?

Sóun Landsvirkjunar

Landsvirkjun hefur eytt hundruðum milljóna króna í þetta Evrópska gæluverkefni, auk tímans, þótt hún ætli ekki að vera aðilinn sem sæi um þetta. Landsvirkjun eða ríkið mætti alls ekki gangast í ábyrgð fyrir þetta vafasama ævintýri. Strengurinn yrði einkaframkvæmd sem fengi styrki frá Bretum og ESB. Lagt yrði til Skotlands, sem er olíuhérað, nálgast sjálfstæði og hefur ekkert með þessa framkvæmd að gera.

Hækkanir eru forsendur

Forsenda einkaframkvæmdarinnar er að strengurinn fái einhverja trygga raforku, enda fengjust aldrei lán fyrir slíkri risaframkvæmd ef aðeins umframorka ætti að streyma um hann af og til.   Mikil eftirspurn er eftir tryggri raforku hér á landi og engin ástæða til að bæta í þann þrýsting. Skýrt kemur fram að heimilin og atvinnulífið á Íslandi verða fyrir verulegum hækkunum á rafmagni, gangi þetta eftir.

Umhverfismálin vegna þessa eru líka heil hörmung, með Sprengisandslínu sem nauðsyn og kallar á miklar framkvæmdir að óþörfu.

Hvaða fólk er þetta?

Hverra erinda gengur það fólk sem eyðir sameiginlegum sjóðum okkar í þessa firru? Finnst nokkur ábyrgur aðili fyrir því?

PS: Er rafstrengurinn sérstakt keppikefli Álfheiðar Ingadóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur í stjórn Landsvirkjunar? Ég efast um það...


mbl.is Áhugaverður kostur en óvissan mikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. júlí 2016

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband