Á ESB- sinni að leiða stærsta flokkinn?

Piratar ESBÁsta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata sækist eftir forystu þar. Birgitta sér sig ekki í ráðherraembætti og því yrði þessum vinsælasta stjórmálaflokki landsins stýrt af ESB- sinnanum Ástu Guðrúnu, sem vann gegn Brexit og hæðist að Nigel Farage.

En kannski er með hana eins og aðra sama sinnis, að flestir ESB-sinnar landsins gerast nú stakir EES- sinnar, þegar ljóst er að landinn ætlar ekki í ESB og Bretar ætla út. Nú á að taka EES- samninginn yfir í æðra veldi og samþykkja hvaða beinu agúrkutilskipun sem kemur úr æðstaráðinu. Svo á víst að þvæla Bretum í EES- samstarfið í stað þess að semja strax beint við Bretland um viðskiptafrelsi á fullu, sem tæki ekki nokkra stund og færði bæði löndin í átt til hagsældar sem fyrst.

Hvar verður fæsta ESB- sinna að finna í næstu þingkosningum?


mbl.is Ásta vill leiða Pírata í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júlí 2016

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband