Stöðvum sóun í ofurhruninu

IMG_4086 - CopyEfnahagslífið er á hnjánum, en stjórnarandstaðan og meirihluti borgarstjórnar lætur eins og auka- milljarða króna sé jafnauðvelt að snara fram og 14 ma. fyrir listafólk um daginn, þegar fingri var smellt og málið var leyst.

Borgin á ekkert á ríkið

Borgin á ekkert að krefja ríkið um neitt, þegar hún sjálf verður rammskuldbundin vegna óþarfa Borgarlínu, sem kemur á versta tíma til þess að mylja undir 4% ferðalanga í Reykjavík. Fyrst og fremst eiga ríki og borg að draga þá línu inn, þó ekki væri nema stærsta hruns Íslands eða bara vegna almennrar skynsemi og þess að fara vel með fé sem yrði tekið að láni fyrir komandi kynslóð.  

Sparnaðarleiðir

Ríkið á að fara að dæmi Breta og takmarka þróunarsóun sína verulega, þ.e. þróunaraðstoð úti í spilltum heimi, amk. 4 milljarðar króna en líkast til verulega meira. Síðan myndi almennilegar takmarkanir á umsóknum hælisleitenda spara fjölda milljarða króna fyrir ríkið, en ekki síst borgina og sveitarfélögin. Flottræfilshátturinn og stoltið er alveg að fara með okkur: viðurkennum að þetta fé er ekki til og ætti ekki að vera tekið að láni.

Heilagar kýr

Nú verður að taka á heilögu kúnum: Borgarlínu, Góða Samverjanum (gjafa- ídealistanum), RÚV, Góða hælisveitandanum, Shengen- sinnanum, EES- reglukónginum (ESB- sinnanum), ríkis- atvinnuveitandanum og öllum öðrum ónauðsynlegum þáttum, sem gera ekki annað en að tæma kistuna til langframa og halda okkur í spennitreyju gjafasósíalismans úr sparibauk barnanna.  


mbl.is Annarri umræðu fjárlaga seinkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. nóvember 2020

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband