Hægrið er hljótt, vinstrið er dreift

EkkiHaegriSnuPattstaða stjórnmálanna veldur því, að borgar- og ríkisvæðing er á fullu, þar sem forsætisráðherra vinstri flokks með 7,5% fylgi leiðir það haftaplan. Einkageirinn er á hverfanda hveli, á meðan hlutfall ríkis og borgar gegn honum rýkur upp í rammsósíalískum vexti. Hver ætti svo sem að geta stöðvað það, miðað við hug kjósenda núna? Þrír hægri flokkar með 41,7% fylgi saman, en 6 vinstri flokkar með 55,9% fylgi. Sama afarstaðan og í síðustu kosningum.

Ekki tekið á málum

Fyrir vikið er ekki hreyft við RÚV, Schengen, tugmilljarða álögum vegna loftslagsfárs, EES- innleiðingum, hælisleitenda- kostnaði, reglugerðafargani, Borgarlínu, ofvexti opinbera geirans ofl. ofl.

En innleiða skal hörmung eins og Íslandsþjóðgarð í höftum eða að fjarlægja Reykjavíkurflugvöll og enn gælt við að rústa stjórnarskránni, í stað þess að þróa hana áfram eða að láta hana í friði.

Hvernig var hægt að glutra svona miklu niður á svona skömmum tíma?

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. desember 2020

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband