Þjóðkirkjan gerir sig óþarfa eins og RÚV

TransJesuEkki verður séð að hápólitískur vinstri biskup Íslands auki veg kristni á Íslandi, heldur stefnir hún ótrauð að því að fækka meðlimum Þjóðkirkjunnar með stefnu sinni, yfirlýsingum og trúleysisboðskap. Yfirgengileg smekkleysan er ekki nóg, nú vill hún lagabreytingar til þess að múslimafjölskyldum sem dettur í hug að leita hingað í megi ekki vera vísað frá, heldur hafi milljarðar manna fullan rétt að koma í vist í fámenninu og fá fulla þjónustu frá fyrsta degi. 

Afvegaleiddar stofnanir

Þjóðkirkjan er nú komin á sama stað og RÚV, rándýr óþarfa ríkisstofnun í vinstri herferð gegn stuðningsfólki sínu til þess að breyta þjóðfélaginu að skapi batterísins, eins afbakað og það er orðið. Hvert fór virðingin fyrir einstaklingnum, frelsi hans og skoðunum? Hvenær hurfu gildin sem sameinuðu okkur sem þjóð í gegn um aldirnar? 

Lægra verður það varla

Ég fæ mig bara ekki til þess að láta undan þessum biskupi og kirkjuþingi hennar í því að segja mig úr Þjóðkirkjunni, þeim til hægðar. Ég lifi í þeirri von að litið verði á þetta líðandi tímabil sem lægð í trúarsögu Íslands og að leiðin hljóti einungis að vera upp á við héðan.

Auk þess legg ég til að RÚV verði lagt niður hið snarasta.


mbl.is Munu birta fleiri Kristsgervinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. september 2020

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband