Borgarlínuskuldir á börnin

SovietStraeto"Allt fyrir komandi kynslóðir" segir loftslagskynslóðin sem ræður borginni. En tæpast hugsar hún um hag afkomenda þegar hún bætir skuldaböggum á þessi fáu grey sem til verða hjá þessum egótíska skuldasöfnunarhópi. Hokin barnabörnin eiga að bera þá bagga sem hnýttir voru á þau hjá Degi & Co vegna úrelts strætókerfis fyrir 4% fólksins, strætóelítuna, á meðan 80 prósentin, almenningur var kyrrsettur í rafmagnsbílunum sínum á einbreiðum vegum og fann engin bílastæði, en borgaði fyrir öll herlegheitin, sem kölluðust Borgarlína.

Glötuð sýn

Þessi ömurlega framtíðarsýn blasir við þeim sem horfa á Sovét- batteríið Borgarlínu, enda segir nafnið allt, að færa fólk frá A til B, en ekki í nútíma nethugsun, þar sem allir fara út um allt á sama tíma. 

Arfleifðin

Blessuð börnin erfa ofþanið borgar- og ríkiskerfi sem verður stöðugt að auka skattlagningu til viðhalds síns sjálfs. Einkafyrirtæki og frjáls markaður hafa látið í minni pokann fyrir ofþenslu ofríkisins. Sveitarfélög eru þegar í þeirri stöðu, að ef glittir í eyri, þá ber að bjarga heiminum með honum og bjóða honum hingað í fullt uppihald sveitarfélagsins. Ekkert virðist geta stöðvað þessa skriðu. 

Aðgerðir!

Við gerum ekki næstu kynslóðum þann óleik að leyfa þessu fólki að eyðileggja tækifæri framtíðar til vaxtar og betra lífs með skuldaskapandi ídealisma núverandi borgarmeirihluta. Á skal að ósi stemma, stöðvum Borgarlínuna á meðan hægt er og hleypum tæknibyltingunni á vegina, án álags fyrir barnabarnabörnin okkar.

 


mbl.is Borgarlína leysir ekki vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. september 2020

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband