Kosið í borginni

Skilti-akreinEndarKosið verður um Borgarlínu næsta vor. Hægt er að pakka því inn í fallegar umbúðir, frasa um frelsi og hvaðeina, en undan því verður ekki komist, að greiða atkvæði um það, hvort ofvaxið strætókerfi verði látið stöðva umferðarflæði í borginni eður ei.

Hvor sigrar?

Nú reynir enn einu sinni á það, hvor sigri, meginrödd heildarinnar í hverjum stjórnmálaflokki fyrir sig, eða vel smurð kosningamaskína tiltölulega fámenns félagsskapar, sem nær að hunsa að mestu stefnu landsfundar flokksins í mikilvægum málum og skýran vilja flokksmanna. Skoðanakannanir sýna einbeittan  vilja fólksins, en tunguliprir frambjóðendur sneiða hjá honum og gefa eftir, þar til saltfiskurinn er algjörlega útvatnaður. Bætast þá enn ein fjögur ár við ófremdarástand, sem ómæld undangjöfin hefur skapað.

Fjögur prósentin?

Ríkjandi stefna í borginni gætir hags um fjögur prósent heildarinnar, í stað þeirra áttatíu prósenta sem ráða ættu ferðinni. Þörf er á þögulli byltingu hugans, sem neitar að taka þátt í þessu ójafnræði, þar sem kosnir frambjóðendur eru ekki raunverulegir fulltrúar fólksins sem heild.

 

Virðum og verum

vaxin til vandans

Strætó á sterum

stefnir til fjandans


mbl.is Eyþór vill skýrt umboð í prófkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. desember 2021

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband