Bremsulaus Borgarlínustrætó

Old busÞví miður brást Sjálfstæðis- flokkurinn algerlega og stimplaði Borgarlínu fram og til baka, í ríkinu, borginni og nærliggjandi sveitarfélögum, þrátt fyrir fagrar fullyrðingar um annað á liðnum árum. Fyrir vikið er stærsta fyrirstaðan farin og nú fara krónu- milljarðarnir að streyma í átt til fáu prósentanna sem aldrei fyrr, eftir tíu ára æfingatímabil í Strætó- sóuninni.

Ætt áfram

Ekki dugði Hrunið og heimsfaraldur til þess að opna augu fólks fyrir því, að Strætó sé úrelt fyrirbæri, hvað þá að samgöngufé eigi ekki að ausa í nokkrar manneskjur, heldur að dreifast til fjöldans sem skóp það, almennings á fjölskyldubílum. Þetta eru óheyrilegar upphæðir á hvern þann sem álpast upp í tap- kassabílana stóru. Nær væri að afhenda fólki á biðstöðvum ávísanir, sem duga í ferðir með nýorku- leigubílum, samt yrðu tugir milljarða króna eftir til skiptanna og göturnar frjálsar áfram. Þetta er eins og ríki og borg leggðust á eitt, eftir að allir voru komnir með internetið, að borga þeim fúlgur fjár sem vildu hætta því og nota telefax og halda því kerfi við með ærnum tilkostnaði.

Fé til fárra

Ef allt það fé, sem fer í Strætó, framkvæmdir vegna hans og taprekstur þess kerfis næstu 20 ár yrði tekið saman, fengjust milljarðatugir sem fleygt gætu nýjum kerfum í samgöngum langt fram, þótt talið yrði með að allir fjögur- prósent farþegarnir fengju jafnmargar fríar ferðir og þeir hefðu farið með Strætó/Borgarlínu.

Annars er þessi bremsulausi strætó kominn á fullt og ekkert í augsýn sem megnar að stöðva hann.


Bloggfærslur 9. febrúar 2021

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband