Notum Janssen strax á miðaldra karla

Janssen-vaccinationCardVið ættum að nota Janssen bóluefnið strax á miðaldra karla. Ekkert neikvætt hefur komið upp og aðeins þarf að bólusetja einu sinni. Þar með erum við tuðararnir orðnir frjálsir menn og getum látið okkur hverfa af sósíalista- landinu um tíma, á meðan samninga- Svandís finnur upp fleiri leiðir til þess að hefta eðlilegt frelsi landans.

Yngri konur í USA hafa líkurnar ein á móti milljón til þess að fá blóðtappa vegna Janssen bólusetningar. Öllu meiri líkur hafa þær á vandræðum með að fá Covid-19, með ofþyngd og undirliggjandi sykursýki, háþrýsting, hjartveiki osfrv. En lagaumhverfið fyrir framleiðandann er erfitt þar í landi og engin áhætta tekin, þó að sannað sé að það bjargi mannslífum.

Allavega er ég til í að samþykkja að fá strax bólusetningu með Janssen og eiga þá sumarið sem frjáls maður og tef ekki bólusetningarprógramm góðu ungu kvennanna.

 


mbl.is Bíða með bóluefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. apríl 2021

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband