Framlengja misheppnað 10 ára tilraunaverkefni?

StraetoKradakEitt mesta sóunarklúður síðasta áratugar rann sitt skeið núna með nákvæmlega engum árangri, eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Tíu milljörðum króna var kastað á glæ, samt tapaði strætó ár eftir ár og sama hlutfall strætóferða árs af heildinni er meitlað í stein, 4 prósent.

Ekkert lært

Hvað lærðu ráðamenn í borginni svo af þessari rándýru og bitru reynslu? Ekkert og ræða svo núna um að framlengja fáránleikann um tólf ár! Þetta bætist við 100 milljarða króna moksturinn framundan í Borgarlínu, sömu 4% og hér að ofan. Þvílík misnotkun á umboði til athafna. Enginn vandi er að finna ódýrar lausnir á ferðaþörf fjögur prósentanna fyrir brotabrot af þessum fjáraustri. 

Bætum umferðarflæði og skrúfum fyrir skuldaaukningu borgarinnar. Við verðum öll ánægðari fyrir vikið.


mbl.is Tíu ára áætlunin til endurskoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. mars 2022

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband